Við þekkjum þarfir fyrirtækja

Krás skilur hversu dýrmætur tíminn er í annasömum vinnudegi. Þess vegna bjóðum við upp á hollan, bragðgóðan og hagkvæman mat sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum. Réttirnir okkar eru tilbúnir í kæli svo starfsfólkið þarf ekki að fara út úr húsi til að fá góða máltíð.

Virði sem skilar sér

Krás er ekki aðeins matur, heldur fjárfesting í vellíðan og ánægjulegt starfsfólk!

  • Bætir við fjölbreytni í mötuneyti sem nú þegar standa sig vel.
  • Hentar starfsfólki sem hefur óreglulega matartíma, gríptu bakka hvenær sem þér hentar.
  • Nýeldaður matur sem er hraðkældur og bragðast eins og ný elduð máltíð eftir upphitun.
  • Frábær lausn fyrir minni fyrirtæki sem vilja bjóða upp á heitan, hollan og góðan mat án mikils kostnaðar eða eldhúsaðstöðu.

Traust Gæði

Við leggjum mikla áherslu á gæði, bragð og öryggi í hverju skrefi.

  • Cook & Chill aðferðin tryggir að bragði, litur og næring haldist sem best við upphitun.
  • Framleiðslan okkar fylgir kröfum HACCP gæðakerfisins til að tryggja matvælaöryggi frá upphafi til enda.
  • Allir réttir fara í gegnum smakkaraferli Krás , þar sem sjálfstætt smakkarateymi gefur réttum í þróun einkunn. Aðeins réttir með meðaleinkunn yfir 8,0 fá sæti á matseðlinum.

Við stöndum fyrir traustum gæðum, hollustu og einfaldleika sem gera vinnudaginn persónulega og bragðbetri.

Hafa samband

Hafðu samband við okkur í dag og fáðu 20% afslátt af fyrstu pöntun. Kynnstu því hvernig Krás getur orðið hluti af daglegri starfsemi þíns fyrirtækis og gert máltíðir starfsfólks einfaldari, hollari og betri

SENDA FYRIRSPURN

Spurt og Svarað 

Hvenær þarf pöntun að hafa borist? 

Krás tekur við pöntunum til miðnættis á miðvikudögum í hverri viku fyrir sig, fyrir pantanir sem verða afhentar vikuna eftir. Eins og stendur fara pantanir í gegnum tölvupóst á Kras@kras.is . Vefverslun kemur innan skamms.  

Heimsending eða sækja? 

Krás býður upp á heimsendingar gegn gjaldi innan höfuðborgarsvæðisins auk þess sem hægt er að sækja pantanir milli 9:00-15:00 á starfsstöð okkar í Viðarhöfða 3, 110 Reykjavík. Heimsendingar eru afhentar á milli 9:00-15:00. Þú segir okkur hentugasta tímann fyrir afhendingar, og við gerum okkar besta að afhenda á þeim tíma. 

Heimsendingargjald er 4.000 kr en það gjald fellur niður ef pantað eru 10 eða fleiri bakkar í einu.  

Hversu oft eru pantanir afhentar?  

Við bjóðum upp á afhendingu mánudaga til föstudaga. Þitt fyrirtæki ræður hvaða daga og hversu oft afhendingar eru, en flest fyrirtæki eru með fastar sendingar tvisvar sinnum í viku.   ATH. Ef að óskað er eftir morgunsendingu á mánudögum eru afhendir bakkar framleiddir á föstudegi.  

Hvaða bakka má ég panta?  

Hægt er að skoða fyrirtækjamatseðilinn okkar HÉR á heimasíðunni. Allt úrvalið þar er í boði að hverju sinni. Hægt er að setja inn pöntun með mörgum mismunandi tegundum af bökkum, eða marga bakka af sömu tegund.  

Hvað endast máltíðirnar lengi? 

Máltíðirnar okkar endast í milli 5-8 daga, en það fer eftir vörutegund.